Vertu með í
grænum iðngarði
Ný vistvæn nálgun í atvinnuuppbyggingu
Nú hefur nýtt atvinnusvæði í Flóahverfi á Akranesi verið sérstaklega skilgreint sem grænir iðngarðar.
Því gefst vaxandi fyrirtækjum nú einstakt tækifæri til að byggja upp starfsemi sína í fyrirmyndarumhverfi og í takt við nútímakröfur um umhverfismarkmið.
grænir iðngarðar
Nú er hafin uppbygging á grænum iðngörðum á Akranesi eru þeir fyrstu sinnar tegundar hér á landi.
Iðngarðarnir verða byggðir upp með hliðsjón af alþjóðlegri umgjörð (International Framework) um innleiðingu á grænum iðngörðum (EIP). Lönd eins og Danmörk, Frakkland og mörg fleiri hafa nýtt lykilþætti regluverksins um græna iðngarða til að stuðla að sjálfbærnifyrirtæki á sjálfstæðu markaðssvæði sem er til þess fallin að bæta samkeppnishæfni iðnaðar/framleiðslu í takt við umhverfismarkmið og kolefnisjöfnun.
Grænir iðngarðar munu rísa í Flóahverfi á Akranesi. Flóahverfi er vel staðsett rétt utan þéttbýliskjarna Akraness og aðeins um 200 metra frá stofnbraut. Frá Flóahverfi er um 30 mín akstur til Reykjavíkur.
Merkjaklöpp þekkir vel ýmis vandamál tengd skipulagsleysi á illa hirtum atvinnusvæðum á Íslandi og hefur fyrirtækið leitað lausna í þeim málum. Svarið við þessum vandamálum eru grænir iðngarðar en skipulag þeirra og regluverk tekur til margra þátta með það fyrir augum að halda utan um fyrirmyndar atvinnusvæði. Sérstök áhersla er þar lögð á umhverfismarkmið, þarfagreiningu og tillitsemi milli fyrirtækja á svæðinu.
Hafa samband
- 419 0440
- info@merkjaklopp.is
- Smiðjuvelli 17, Akranesi, Iceland